Sema Erla segir Sjálfstæðismenn ala á útlendingaandúð.

http://www.dv.is/frettir/2017/9/26/sema-erla-segir-sjalfstaedismenn-ala-utlendingaandud/?fb_action_ids=10155273905432199&fb_action_types=og.comments

Sema Erla segir Sjálfstæðismenn ala á útlendingaandúð.

"Sema Erla segir síðan að málefni flóttafólks eigi ekki að vera pólitíkst mál, heldur fyrst og fremst mannúðar- og mannréttindamál :,...Það er lágkúra að nýta sér neyð fólks í pólitískum tilgangi og það er til háborinnar skammar að ala á andúð í garð fólks og ýta undir sundrungu í samfélaginu sem þú síðan ætlar að stjórna""

Sema gleymir algjörlega samlöndum sínum þegar hún ræðir þessi pólitísku mál og virðist eins og það sé eitthvað sem henni kemur ekki við eða lítur út fyrir að það skiptir hana litlu máli. Ég veit ekki betur en að það sé fjöldinn allur af íslendingum sem býr við mjög bág kjör og eru þar að auki í húsnæðishraki og margir hverjir búa í tjaldi og eða bílum eða hjá ættingjum.

Oryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki látið enda ná saman ásamt fjöldan allan af fólki í landinu. Heilbrigðiskerfið í molum vegna fjársvelti.Heyrir þetta ekki undir mannúðar- og mannréttindamála eða er það ekki sama hver á í hlut?

Á meðan, er verið að eyða mörgum miljörðum í kostnað vegna flóttafólks og hælisleitenda, samt kvartar hún og "hrópar" útlendingaandúð. Þvílík ósvífni!

Rasismi eða útlendingaandúð eru orðin fræg orð til að ná sínu fram og það skilar sér, því fáir vilja láta þekkja sig fyrir slíkt. Þetta er eins og að vera með töfrasprota, þú færð óskir þínar uppfylltar á endanum. 

Vanþakklætið er svo algjört að ég á ekki til orð! Hvað vill hún meira, þurrmjólka borgina og  ríkiskassan? Sema þarf að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að einblína eingöngu á þennan hóp fólks.

Það er svo sannarlega kominn tími á að stöðva þessi endalausu útgjöld og takmarka þau með skynsemi. Það þarf að leysa vanda í svo mörgu öðru sem er mjög aðkallandi eins og komið hefur fram hér að ofan. Sema þarf að læra það að fjármununum þarf að deila niður. Þessi stjórnlausu útgjöld sem hefur farið í mál flóttafólks og hælisleitenda hefur bitnað alvarlega á fjölskyldum í landinu.

Heyra þessi mál ekki líka undir mannúðar- og mannréttindamála?

Sema minnist ekki á, og gerir engar athugasemdir við það að margir búa við mikla fátækt, eiga ekki fyrir lyfjum eða mat og húsnæðismálin eru stórt vandamál, allt eru þetta pólitísk mál. Má þá ekki segja að það sé lágkúra að ætla nýta sér neyð þessa fólks í pólitískum tilgangi? 

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill og gódur.

Thetta er ákkurat málid sem má ekki raeda,

thá ert rasisiti eda eitthvad verra.

Er ekki sagt einhvers stadar, ad fyrst hjálpar madur sjálfum

sér ádur en madur hjálpar odrum...??

Hvernig vaeri nú ad gera thad og haetta ad vera med thessa

hraesni thegar kemur ad thessu adkomufólki.

Thegar allt er komid á hreint hér heima, thá má

athuga med ad hjálpa odrum. Okkar fólk hlýtur ad hafa

forgang á adstod, enda búid ad borga skatta og skyldur

til ríksins og á thar af leidandi RÉTT á adstod.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.9.2017 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband